Full vinna í gangi við að stöðva hópinn

Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um málið á Twitter, eins …
Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um málið á Twitter, eins og svo oft áður. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag „fulla vinnu“ vera í gangi við að stöðva þúsundir hælisleitenda frá Hondúras sem nú eru á leið til Bandaríkjanna. 

Hóp­urinn, sem tæp­lega 3.000 Hond­úrasbúa eru í, hélt ferð sinni áfram í dag eftir að óeirðalög­regl­an náði að stöðva för hans í gær við landa­mær­i Gvatemala og Mexí­kó.

„Full vinna er í gangi við að stöðva  áhlaup ólöglegra innflytjenda við að komast yfir suðurlandamæri okkar,“ sagði Trump á Twitter.

„Fólkið verður fyrst að sækja um hæli í Mexíkó og ef það gerir það ekki munu Bandaríkin vísa því á brott. Dómstólar eru að biðja Bandaríkin um hið ómögulega!“ Sagði Trump því næst fólksstrauminn vera Demókrataflokknum til skammar og að breyta þurfi innflytjendalöggjöfinni strax.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert