Karlmaður stunginn í Danmörku

Ljósmynd/Danska lögreglan

Lögreglan í Árósum í Danmörku hefur handtekið 24 ára gamlan karlmann í kjölfar þess að karlmaður var stunginn með, að því er talið er, hnífi síðdegis í gær í borginni.

Fórnarlambið, sem er 23 ára gamalt, slapp án alvarlegra áverka en greint hefur verið frá því að það hafi orðið fyrir meiðslum á öxl.

Hópur karlmanna, sjö eða átta manns, sást yfirgefa svæðið í kjölfar árásarinnar í tveimur bifreiðum. Lögreglan hafði uppi á annarri bifreiðinni skömmu síðar og var maðurinn í kjölfarið hantekinn.

Takmarkaðar upplýsingar hafa fengist frá lögreglunni um málið, segir á fréttavefnum Thelocal.dk. Til að mynda varðandi tilefni árásarinnar. Ekki er talið að fórnarlambið hafi verið valið af handahófi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert