Ljónynja drap föður unga sinna

Nyack verður sárt saknað í dýragarðinum.
Nyack verður sárt saknað í dýragarðinum. Ljósmynd/Indianapolis Zoo

Ljónynja í dýragarði í Indianapolis í Bandaríkjunum réðst á karlkyns ljón, sem hún hafði deilt sama rými með í átta ár, í síðustu viku með þeim afleiðingum að það drapst. Ljónin eignuðust þrjá ljónsunga saman árið 2015. Starfsmönnum dýragarðsins tókst ekki að komast á milli Zuri, sem er 12 ára ljónynja, og Nyack, 10 ára. Nyack kafnaði við árásina.

BBC greinir frá því að starfsfólk dýragarðsins hafi orðið vart við óvenjumikinn hávaða úr búri ljónanna og kom það að Zuri þar sem hún hélt Nyack í eins konar hálstaki. Starfsfólkinu tókst ekki að koma Zuri af félaga hennar fyrr en Nyack var hættur að hreyfa sig.

Atvikið verður rannsakað til hlítar, en aldrei áður hafði borið á ágreiningi milli ljónanna tveggja.

Ekki stendur til að endurskoða aðbúnað eða aðhlynningu ljónanna í garðinum, en meðal villtra ljóna er ekki óalgengt að ljónynjur ráðist á karlkyns ljón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert