Mörg þúsund á leið að landamærunum

Hluti hópsins sem stefnir á landamæri Bandaríkjanna.
Hluti hópsins sem stefnir á landamæri Bandaríkjanna. AFP

Hópur hælisleitenda, sem er á leið að landamærum Bandaríkjanna að Mexíkó í von um að komast yfir þau, telur nú rúmlega 7 þúsund manns. Hópurinn lagði upphaflega af stað frá Hondúras en á leiðinni til Bandaríkjanna hafa fjölmargir bæst í hann.

Fram kemur í frétt AFP að talan komi frá Alþjóðafólksflutningastofnuninni (IOM). Miðað við þær tölur sem komið hafa fram í fjölmiðlum virðist hafa bæst mjög í hópinn eftir að hann komst yfir suðurlandamæri Mexikó en í gær var talað um tæplega 3 þúsund manns.

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hyggst ferðast til Bandaríkjanna á morgun til þess að ræða stöðuna við utanríkisráðherra landsins, Mike Pompeo, en bandarísk stjórnvöld hafa lýst því yfir að hópurinn verði stöðvaður við landamærin.

„Það verður að taka á þessu máli í samræmi við alþjóðalög og með fullri virðingu fyrir rétti ríkja til þess að stjórna eigin landamærum,“ er haft eftir Farhan Haq, talsmanni SÞ. „Ríkin á svæðinu verða að vinna saman að því að finna lausn á þessu máli.“

Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði áður lýst því yfir að Bandaríkin hefðu hafist handa við að skera niður þróunaraðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador í kjölfar þess að ríkjunum mistókst að stöðva för fólksins um landsvæði þeirra.

Haq segir enn fremur að SÞ vinni að því að koma hælisleitendunum til aðstoðar og að ríkisstjórnir þeirra ríkja sem eiga aðkomu að málinu hafi verið hvattar til þess að vinna með Flóttamannastofnun SÞ og Alþjóðafólksflutningastofnuninni.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
Nudd Nudd Nudd
Nudd Nudd Nudd. Relaxing massage downtown Akureyri. S. 7660348, Alina...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - Naust
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...