Slys eða mannleg mistök?

Forseti Taívan hefur krafist þess að lögreglan skili fljótt niðurstöðu í rannsókn á lestarslysi sem kostaði átján manns lífið í gær. 

Slysið varð á vinsælli leið ferðafólks um austurströnd landsins er hraðlest fór óvænt út af sporinu með þeim afleiðingum að farþegarnir þeyttust úr sætum sínum. 187 farþegar slösuðust og er þetta alvarlegasta lestarslysið í Taívan í aldarfjórðung. 

Níu ára drengur lést í slysinu og eins tveir drengir 12 og 13 ára. Að sögn forseta landsins, Tsai Ing-ven, er nauðsynlegt að upplýst verði um orsök slyssins sem fyrst, hún heimsótti vettvang slyssins í morgun. Hvort um slys var að ræða eða mannleg mistök. Farþegar sem lifðu slysið af segja að mikill hristingur hafi verið alla leiðina og að lestinni hafi verið ekið á ofsahraða skömmu áður en hún fór út af sporinu. Lestin hafi stöðvað í tvígang og farþegum tjáð að þörf væri á viðgerð. En síðan hafi í bæði skiptin tekist að koma henni af stað á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert