Tveir fórust við strönd Tyrklands

AFP

Tveir létust þegar bátur með flóttafólki sökk við strönd Bodrum í suðvesturhluta Tyrklands í nótt. Alls voru um 30 manns um borð í bátnum þegar hann sökk skammt fyrir utan land. Stór hluti hópsins var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa verið bjargað af strandgæslunni.

Báturinn var á leið til grísku eyjarinnar Kos en ekki hefur verið upplýst um þjóðerni flóttafólksins. 

Yfir þrjár milljónir Sýrlendinga hafast við í Tyrklandi og um 300 þúsund Írakar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert