Aflétta flugeldabanni þrátt fyrir mengun

Flugeldar sem sprengdir eru á hátíðinni bæta gráu ofan á …
Flugeldar sem sprengdir eru á hátíðinni bæta gráu ofan á svarta mengunina. AFP

Hæstiréttur Indlands hefur ákveðið að aflétta flugeldabanni fyrir hindúísku hátíðina Diwali þrátt fyrir að loftmengun í Nýju-Delí og öðrum borgum landsins nálgist hættumörk. Bann var lagt við flugeldum á hátíðinni í fyrra en hæstiréttur neitaði að framlengja bannið.

Flugeldar sem sprengdir eru á hátíðinni bæta gráu ofan á svarta mengunina sem myndast vegna bænda sem brenna akra sína, dísilvéla, kolavirkjana og útblásturs frá iðnaði.

Á lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar yfir fimmtán menguðustu borgir heims, sem gefinn var út í maí, voru fjórtán indverskar borgir.

Hæstiréttur landsins ákvað að leggja ekki bann við flugeldum. Þess í stað verður sala á svokölluðum „grænum flugeldum“ aðeins leyfð, en úr þeim kemur takmarkaður reykur, og verða söluaðilar að sækja um sérstakt leyfi. Þá má aðeins kveikja í flugeldunum á milli klukkan 20 og 22 að kvöldi hátíðardagsins 7. nóvember.

Á lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar yfir fimmtán menguðustu borgir heims eru fjórtán …
Á lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar yfir fimmtán menguðustu borgir heims eru fjórtán indverskar borgir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert