Í fangelsi fyrir að eitra barnamat

Þýska lögreglan að störfum.
Þýska lögreglan að störfum. AFP

Karlmaður sem eitraði matvæli í Þýskalandi hefur verið dæmdur í tólf og hálfs árs fangelsi fyrir morðtilraun og fjárkúgun.

Maðurinn, sem er 54 ára, viðurkenndi að hafa sett eitraðan mat, ætlaðan bæði fullorðnum og börnum, í krukkur og komið þeim fyrir í matvöruverslunum. Í framhaldinu reyndi hann að kúga tæpar tólf milljónir evra út úr smásölum með því að segjast geta látið þá vita um hvaða krukkur var að ræða.

Hann beindi sjónum sínum að smásölum í borginni Friedrichshafen í suðurhluta Þýskalands á síðasta ári.

Í krukkunum var nógu mikið af frostlegi, sem var lyktar- og litarlaus, til að verða barni að bana, að sögn saksóknara en BBC greindi frá málinu. 

Nógu miklar leifar af frostleginum fundust í þó nokkrum vörum til að réttlæta að dæma manninn fyrir morðtilraun í fimm liðum, að sögn þýska blaðsins Deutsche Welle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert