Stefnt að smíði nýs flugmóðurskips

Flugmóðurskipið Charles de Gaulle.
Flugmóðurskipið Charles de Gaulle. Ljósmynd/Wikipedia.org

Frönsk stjórnvöld kynntu í dag áform um smíði nýs flugmóðurskips sem taka á við af eina flugmóðurskipi franska flotans, Charles de Gaulle. Til stendur að taka endanlega ákvörðun um hvernig staðið verði að smíðinni árið 2020.

Fram kemur í frétt AFP að núverandi flugmóðurskip, sem nefnt er í höfuðið á fyrrverandi forseta Frakklands og leiðtoga Frjálsra Frakka sem börðust gegn þýskum nasistum í seinni heimsstyrjöldinni, verði tekið úr notkun árið 2040.

Stefnt er að því að nýja flugmóðurskipið þjóni í franska flotanum til ársins 2080. Charles de Gaulle var tekið í notkun árið 2001. Meðal þess sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um er hvort nýja skipið verði kjarnorkuknúið eins og forverinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert