Trump langar að hitta Pútín

Donald Trump og Vladimír Pútín.
Donald Trump og Vladimír Pútín. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti langar að funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í París, höfuðborg Frakklands, 11. nóvember þegar þeir taka þátt í minningarathöfn um fyrri heimsstyrjöldina. Þetta sagði John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, í dag.

„Ég held að Trump forseti hlakki til þess að hitta þig í París samhliða hátíðarhöldunum vegna aldarafmælis vopnahlésins,“ sagði Bolton við Pútín fyrir framan sjónvarpsmyndavélar fjölmiðla þegar þeir hittust í Moskvu, höfuðborg Rússlands, áður en þeir funduðu saman.

Fram kemur í fréttum að Pútín hafi tekið vel í hugmyndina en þeir Trump hafa hist nokkrum sinnum áður við ýmis tækifæri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert