Fyrsti kvenforseti Eþíópíu kjörinn

Nú síðast gegndi Sahle-Work stöðu æðsta ráðamanns Afríkudeildar Sameinuðu þjóðanna.
Nú síðast gegndi Sahle-Work stöðu æðsta ráðamanns Afríkudeildar Sameinuðu þjóðanna. Ljósmynd/Reuters

Fyrsti kvenforseti Eþíópíu hefur verið skipaður í embætti, en Sahle-Work Zewde hlaut einróma kjör löggjafarþings landsins og tekur við embættinu af Mulato Teshome.

Sahle-Work er á sjötugsaldri og hefur gegnt stöðu sendiherra Eþíópíu í Frakklandi, Senegal og Djibútí og hjá þróunarsamtökum Afríku. Nú síðast gegndi hún stöðu æðsta ráðamanns Afríkudeildar Sameinuðu þjóðanna.

Búist er við því að Sahle-Work gegni embættinu í tvö kjörtímabil, eða tólf ár samtals.

Æðsti ráðamaður Eþíópíu er forsætisráðherra landsins, en forseti gegnir aðallega athafnarstarfi. Forsætisráðherra Eþíópíu, Abiy Ahmed, fækkaði nýlega í ríkisstjórn landsins úr 28 í 20 og er helmingur ráðherra nú konur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert