Fundu ljónsunga í bílastæðahúsi

Ljónsunginn sem fannst í bílastæðahúsinu er talinn vera 4-8 vikna …
Ljónsunginn sem fannst í bílastæðahúsinu er talinn vera 4-8 vikna gamall. AFP

Starfsmenn frönsku tollgæslunnar lögðu hald á ljónsunga í bílastæðahúsi í Marseille í dag. Þetta er annar ljónsunginn sem finnst á víðavangi í landinu á stuttum tíma. Fyrr í vikunni lagði lög­regl­an hald á sex vikna gaml­an ljónsunga í íbúð í út­hverfi Par­ís­ar­borg­ar og hand­tók þrítug­an karl­mann vegna máls­ins.

Ljósnunginn sem fannst í dag vegur einungis nokkur kíló og er talið að hann sé á milli fjögurra og átta vikna gamall. Fannst hann í ferðabúri fyrir gæludýr sem búið var að koma fyrir í bílastæðahúsinu.

Starfsmaður bílastæðahússins, sem var um tíma í haldi tollgæslustarfsmannanna, viðurkenndi að hann hefði tekið við ljónsunganum eftir að það reyndist fyrri eigendum um megn að hugsa um hann.

Ljónsunganum hefur verið komið í öruggar hendur í dýraathvarfi, samkvæmt upplýsingum frá tollgæslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert