Vilja binda enda á átökin

Vladimir Pútín, Angela Merkel, Recep Tayyip Erdogan og Emmanuel Macron …
Vladimir Pútín, Angela Merkel, Recep Tayyip Erdogan og Emmanuel Macron eftir fundinn í dag. AFP

„Íbúar Sýrlands verða að ákveða stöðuna varðandi Bashar al-Assad,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti eftir leiðtogafund Tyrkja, Rússa, Þjóðverja og Frakka. Þar voru ræddar leiðir til að binda enda á átökin í Sýrlandi.

Leiðtogar ríkjanna kalla eftir vopnahléi við síðasta stóra vígi uppreisnarmanna í Idlib-héraði. Þeir vilja að nefnd verði stofnuð til að binda enda á átökin í Sýrlandi sem hafa staðið í rúm sjö ár.

Einnig kom fram að hjálparstarfsfólki ætti að vera tryggður óhindraður aðgangur að stríðshrjáðum svæðum og flóttafólk ætti að geta snúið aftur heim kysi það svo.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að það þyrfti að taka skref í áttina að því að frjálsar kosningar færu fram í landinu þar sem allir Sýrlendingar gætu kosið, líka þeir sem hefðu flúið landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert