Bilun greindist í búnaði þotunnar

Indónesískir sjómenn fylgjast hér með braki farþegaþotunnar.
Indónesískir sjómenn fylgjast hér með braki farþegaþotunnar. AFP

Bilun greindist í gær í búnaði farþegaþotu indónesíska lággjaldaflugfélagsins Lion Air, sem hrapaði í hafið úti fyrir Indónesíu í nótt. Frá þessu er greint á vef BBC sem segir að í leiðarbók vélarinnar frá deginum áður komi fram að hraðamælir við flugstjórasæti vélarinnar væri „óáreiðanlegur“ og flugstjórinn hefði látið aðstoðarflugmanninn sjá um mælingarnar á sínum mælum.

189 manns voru um borð í þotunni, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX, er hún hrapaði og er talið að allir sem um borð voru hafi farist. Brak hef­ur fund­ist úr þot­unni, per­sónu­leg­ar eig­ur fólks sem var um borð sem og lík­ams­leif­ar.

Brak úr vélinni flýtur hér í sjónum.
Brak úr vélinni flýtur hér í sjónum. AFP

BBC segir ekki hafa tekist að fá svör frá í forsvarmönnum Lion Air varðandi bilunina, en ekki er enn vitað hvað olli slysinu.

Vélin var tek­in í notk­un í síðasta mánuði og er þetta í fyrsta skipti sem vél af gerðinni Boeing 737 Max, sem er uppfærð útgáfa af Boeing 737, lendir í slíku flugslysi.

Vélin hvarf af rat­sjám 13 mín­út­um eft­ir flug­tak í höfuðborg Indó­nes­íu, Jakarta. Skömmu áður hafði flug­stjór­inn óskað eft­ir því að fá að snúa aft­ur til borg­ar­inn­ar, en þotan var á leið til indó­nes­ísku borg­ar­inn­ar Pang­kal Pin­ang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert