Dæmd aftur í fangelsi

Khaleda Zia umkringd lögreglumönnum.
Khaleda Zia umkringd lögreglumönnum. AFP

Dómstóll í Bangladess dæmdi í morgun fyrrverandi forsætisráðherra landsins og núverandi leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Khaleda Zia, í sjö ára fangelsi.

Fram kemur í frétt AFP að Zia hafi verið dæmd fyrir spillingu. Dómarinn hafi fundið hana seka um að hafa misfarið með fé upp á rúmar 45 milljónir króna.

Stuðningsmenn Zia segja dóminn vera pólitískan. Zia hefur verið í fangelsi síðan í febrúar eftir að hafa fengið fimm ára dóm fyrir að draga sér fé sem átti að fara til heimilis fyrir munaðarleysingja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert