Merkel að hætta sem flokksforingi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ætlar ekki að gefa aftur kost á sér sem leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi. Þetta hefur fréttaveitan AFP eftir heimildarmanni.

Merkel hefur verið leiðtogi Kristilegra demókrata undanfarin 18 ár og gegnt embætti kanslara Þýskalands frá árinu 2005. Margt hefur þótt benda til þess að pólitísk sól hennar væri smám saman að setjast. Nú síðast ítrekaðir ósigrar í héraðskosningum í landinu.

„Hún mun ekki gefa aftur kost á sér í leiðtogaembætti flokksins,“ hefur AFP eftir heimildarmanninum sem sagður er þekkja vel til innan Kristlegra demókrata, daginn eftir að flokkurinn beið mikinn ósigur í þýska sambandsríkinu Hesse.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert