Glæpaforinginn Bulger fannst látinn í klefa sínum

Bulger afplánaði tvöfaldan lífstíðardóm fyrir aðild að 11 morðum og …
Bulger afplánaði tvöfaldan lífstíðardóm fyrir aðild að 11 morðum og fjölda annarra glæpa. Mynd/Skjáskot af vef BBC.

Glæpa­for­ing­inn James „Whitey“ Bul­ger fannst látinn í fangaklefa sínum í Hazelton fangelsinu í West-Virgina í Bandaríkjunum í dag, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann fluttur þangað frá Flórída.

Ekki hefur verið staðfest hvernig hann lést, en starfsmaður í fangelsinu mun hafa sagt í samtali við CBS að morð hafi verið framið þar í morgun, án þess þó að segja að Bulger hafi verið hinn myrti. Hann var 89 ára. BBC greinir frá.

Árið 2013 var Bulger dæmd­ur í tvö­falt lífstíðarfang­elsi fyr­ir aðild að ell­efu morðum og fjölda annarra glæpa. Bul­ger var sex­tán ár á flótta, en en náðist eftir að íslensk kona sagði til hans árið 2011. 

Hann var lengi á lista FBI yfir 10 eft­ir­lýst­ustu ein­stak­ling­ana og var eins og áður seg­ir 16 ár á flótta. Hann flúði frá Bost­on árið 1994 eft­ir að hafa fengið ábend­ingu um að FBI ætlaði að hand­taka hann.

Það var Anna Björns­dótt­ir sem veitti banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unni upp­lýs­ing­ar um hvar Bul­ger væri í fel­um. Hún hitti Bul­ger og Cat­her­ine Greig, sam­býl­is­konu hans, í Santa Monica í Kali­forn­íu, þar sem hún var bú­sett. Hún gerði lög­reglu viðvart í kjöl­farið en skömmu áður hafði hún séð frétt á CNN þar sem fjallað var um nýja aug­lýs­inga­her­ferð banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar, þar sem kast­ljós­inu var beint að Greig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert