Brasilía flytur sendiráð til Jerúsalem

Jair Bolsonaro er nýkjörinn forseti Brasilíu.
Jair Bolsonaro er nýkjörinn forseti Brasilíu. AFP

Brasilía ætlar að flytja  sendiráð sitt í Ísrael til Jerúsalem. Þetta sagði Jair Bolsonaro, nýkjörinn forseti Brasilíu. Þar með verður landið það stærsta á eftir Bandaríkjunum til að taka þessa umdeildu ákvörðun.

„Eins og kom fram í kosningaherferð okkar ætlum við að flytja brasilíska sendiráðið frá Tel-Aviv til Jerúsalem. Ísrael er fullvalda ríki og við ætlum að virða það,“ tísti Bolsonaro á Twitter.

Búast má við að ákvörðunin falli afar illa í kramið hjá Palestínumönnum og stórum hluta heimsins.

Bandaríkjastjórn opnaði sendiráð sitt í Jerúsalem fyrr á árinu og viðurkenndi um leið borgina sem höfuðborg Ísraels.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert