Lendingarbúnaður vélarinnar fundinn

189 voru um borð í vélinni þegar hún fórst. Þeir …
189 voru um borð í vélinni þegar hún fórst. Þeir eru allir taldir af. AFP

Kafarar hafa fundið hluta af lendingarbúnaði farþegaþotu lággjaldaflugfélagsins Lion Air, sem fórst er hún hrapaði í hafið úti fyrir ströndum eyjarinnar Jövu í Indónesíu á mánudag. 189 manns um borð og létust allir. AFP-fréttastofan greinir frá.

Farþegaþotan, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX og var tek­in í notk­un í síðasta mánuði, hvarf af rat­sjám 13 mín­út­um eft­ir flug­tak í höfuðborg Indó­nes­íu, Jakarta. Skömmu áður hafði flug­stjór­inn óskað eft­ir því að fá að snúa aft­ur til borg­ar­inn­ar, en þotan var á leið til indó­nes­ísku borg­ar­inn­ar Pang­kal Pin­ang.

Annar flugriti vélarinnar fannst í gær og yfirvöld í Indónesíu segja upplýsingar úr honum, ásamt fundi lendingarbúnaðarins mögulega geta varpað ljósi á það hvers vegna glæný þotan hrapaði í hafið.

Annar flugriti vélarinnar fannst í gær.
Annar flugriti vélarinnar fannst í gær. AFP

Flug­rit­arn­ir inni­halda upp­lýs­ing­ar um hraða, flug­hæð og stefnu farþegaþot­unn­ar sem og sam­skipti áhafn­ar­inn­ar 

Bilun greindist í vélinni daginn áður en hún hrapaði, en fram kom í leiðarbók vélarinnar að hraðamælir við flugstjórasæti væri óáreiðanlegur. Bil­un­in var löguð en ekki er talið ljóst hvort viðgerðin hafi verið að öllu leyti full­nægj­andi. 

Samgönguráðherra Indónesíu hefur fyrirskipað flugfélögum í landinu að gera úttekt á öllum vélum sömu gerðar. Mik­il­vægt að fá úr því skorið sem fyrst hvort hugs­an­lega sé um að ræða galla í um­ræddri flug­véla­teng­und.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert