Neitar sök í skotárás í bænahúsi

Ellefu létu lífið í skotárásinni.
Ellefu létu lífið í skotárásinni. AFP

Robert Bowers, sem réðst inn í bænahús gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum á sunnudag og skaut ellefu til bana, neitar sök og hefur óskað því að kviðdómur dæmi í málinu.

Bowers er sakaður um 44 alríkisglæpi, meðal annars fyrir morð, hatursglæpi og að hindra trúarathöfn. Saksóknarar í málinu fara fram á dauðarefsinsgu, að því er BBC greinir frá.

Flytja þurfti Bowers á spítala eftir árásina og þegar hann kom fyrir dómara á mánudag var hann í hjólastór. Bowers var hins vegar ekki í hjólastól í dómsal í dag, en var með umbúðir um annan handlegginn eftir aðgerðir lögreglu.

Eftir að Bowers var handtekinn á hann að hafa sagt við lögreglu að hann „vildi að allir gyðingar dæju“.

mbl.is

Bloggað um fréttina