Þrítugur nemandi í grunnskóla?

Stoke-framhaldsskólinn í Ipswich segir mál nemandans til skoðunar hjá yfirvöldum.
Stoke-framhaldsskólinn í Ipswich segir mál nemandans til skoðunar hjá yfirvöldum. Kort/Google

Nemandi á gagnfræðiskólastigi í Ipswich í Bretlandi er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum vegna ásakana um að hann kunni að vera allt að 30 ára gamall. BBC  segir nemandann vera talinn vera hælisleitenda sem hóf nám í Stoke framhaldsskólanum í Ipswich sem nýnemi í upphafi skólaársins.

Skólayfirvöld segjast hafa haft samband við innanríkisráðuneytið vegna málsins og að það sé til rannsóknar, en eru ekki tilbúin að tjá sig frekar. Nemandinn er hins vegar ekki sagður sækja skólann eins og er.

Innanríkisráðuneytið segist hins vegar ekki tjá sig um einstök mál.

Nemandi í skólanum birti mynd á samfélagsmiðlum af manninum með skilaboðunum: „Af hverju er 30 ára karlmaður með okkur í stærðfræðitíma?“

Lewis Forte, kennari sem á stjúpdóttur sem er við nám í skólanum, er ósáttur með svör skólans.

„Ég hafði samband við skólann og lýsti yfir áhyggjum og kennarinn reyndi að þagga niður í mér með því að segja að öll gögn um nemendur hefðu skilað sér og væru rétt og þau eru það væntanlega.“

Kvaðst Forte telja að nemandinn hafi hafið nám við skólann á þessari önn. „Ef hann er barn þá þykir mér þetta leitt. Ég hef haft nokkur börn í mínum bekk sem líta út fyrir að vera eldri en þau eru, en þetta er eitthvað annað,“ sagði hann.  

Dagblaðið East Anglian Daily Times segir foreldra barna í skólanum gruna að hælisleitandinn hafi logið til um aldur til að geta lokið grunnskólaprófi, af því að hann fái menntun sína ekki metna í Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert