Jörð skalf í Japan

Mikil eyðilegging varð þegar jarðskjálfti að stærðinni 6,6 reið yfir …
Mikil eyðilegging varð þegar jarðskjálfti að stærðinni 6,6 reið yfir eyjuna Hokkaido í september. Skjálftinn sem varð í kvöld var hins vegar ekki eins öflugur. Myndin var tekin við björgunaraðgerðir í haust. AFP

Jarðskjálfti að stærðinni 5,9 varð skammt undan japönsku eyjunni Hokkaido í kvöld. Skjálftinn mældist á um 8 km dýpi og var um 107 km norðaustur af Shibetsu. 

Bandaríska jarðvísindastofnunin segir að litlar líkur séu á því að skjálftinn hafi valdið manntjóni eða eyðileggingu. 

Í september varð skjálfti að stærðinni 6,6 þar sem allt lék á reiðiskjálfi í Hokkaido með þeim afleiðingum að skriður féllu, hús jöfnuðust við jörðu og yfir 40 létust. 

Flekaskil við Japan samanstanda af nokkrum smáflekum sem landið situr á. Þar takast á Kyrrahafsfleki og Evrasíufleki, tveir af meginflekum jarðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert