Kristersson fær umboðið

Ulf Kristersson.
Ulf Kristersson. AFP

Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, ætlar að fela Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta hefur sænska ríkissjónvarpið eftir heimildum en nú er að hefjast blaðamannafundur þar sem tilkynnt verður um ákvörðun Norlén.

Þetta er í annað skiptið sem Kristersson fær umboðið til að ræða við leiðtoga annarra flokka um stjórnarmyndunina.

Heimildir SVT voru staðfestar á blaðamannafundinum er Norlén lýsti því yfir að hann hefði falið Kristersson að reyna að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð.

Norlén segir að þó svo að Kristersson takist ekki að mynda stjórn þá séu aðrir möguleikar í stöðunni. 

Stef­an Löf­ven, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar og formaður Sósí­al­demó­krata, skilaði inn stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boði sínu til for­seta sænska þings­ins í síðustu viku en Löf­ven hafði í tvær vik­ur reynt að mynda rík­is­stjórn en ekki haft er­indi sem erfiði frek­ar en Ulf Kristers­son sem fyrst­ur fékk umboðið. Sé tillaga um forsætisráðherra felld fjór­um sinn­um í þinginu ber for­seta þings­ins að boða til nýrra kosn­inga.

Frétt SVT

Andreas Norlén segir að eftir viku muni hann leggja til á sænska þinginu að Kristersson verði skipaður forsætisráðherra og hefur hann því viku til þess að ræða við leiðtoga annarra flokka um myndun ríkisstjórnar. Þingið mun í fyrsta lagi greiða atkvæði um skipan Kristerssons í embætti forsætisráðherra á miðvikudag í næstu viku en umræður um fjárlög næsta árs hefjast í þinginu á fimmtudeginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert