„Hún öskraði og grátbað um hjálp“

Daniel Correa.
Daniel Correa. Ljósmynd/Twitter

Brasilískur karlmaður segist hafa myrt knattspyrnumanninn Daniel Correa vegna þess að sá myrti var að reyna að nauðga eiginkonu hans.

Edison Brittes Jr., eiginkona hans, Cristiana Brittes og dóttir þeirra, Allana Brittes, voru öll grunuð um að hafa myrt Correa en hann fannst látinn í síðasta mánuði. Líkið fannst í runna, illa farið, en Freitas hafði verið skorinn á háls og kynfæri hans voru sundurskorin.

Edison Brittes Jr. segir að knattspyrnumaðurinn hafi komið í afmæli dóttur hans. Allt í einu hafi hann farið inn í herbergi og lokað að sér.

„Ég bankaði og þegar ég opnaði var hann ofan á konunni minni. Hún öskraði og grátbað um hjálp,“ sagði Brittes í viðtali við fjölmiðla í Brasilíu. „Ég gerði það sem allir menn hefðu gert vegna þess að þetta var ekki bara konan mín; þetta voru allar konur í Brasilíu.“

Correa hafði fyrr um kvöldið sent vini sínum skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist ætla að sofa hjá móður afmælisbarnsins. Auk þess sendi hann vini sínum myndir þar sem hún sást sofandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert