Asia Bibi laus úr fangelsi

Saif Mulook, lögmaður Asiu Bibi.
Saif Mulook, lögmaður Asiu Bibi. AFP

Asia Bibi, pakistönsk kona sem er kristinnar trúar, er laus úr fangelsi. Hæstiréttur Pakistans sneri í síðustu viku við dómi undirréttar en hún hafði verið sakfelld fyrir guðlast. Bibi hafði verið í átta ár í fangelsi á dauðadeild.

„Mér hefur verið sagt að hún sé um borð í flugvél en enginn veit hvar hún lendir,“ kom fram í skriflegu svari Saif Mulook, lögmanns Bibi, við fyrirspurn AFP-fréttastofunnar. 

Eiginmaður Bibi, Asiq Masih, hefur sótt um hæli í Bretland eða Bandaríkjunum en lögmaður hennar er flúinn til Hollands.

Harðlínumenn hafa mótmælt sýknudómnum.
Harðlínumenn hafa mótmælt sýknudómnum. AFP

Bibi var sett í farbann eftir að hæstiréttur sneri við dómnum en það var tilraun til að reyna að binda enda á mótmæli harðlínumanna í landinu. Þeir litu hins vegar á farbannið sem leyfi til að taka hana af lífi án dóms og laga.

Bibi til­heyr­ir minni­hluta­hópi krist­inna í Pak­ist­an og var ákærð og dæmd fyr­ir guðlast árið 2010 eft­ir að hafa lent í rifr­ildi vegna vatns­skál­ar. Múslimsk­ar sam­starfs­kon­ur henn­ar neituðu að leyfa henni að snerta skál með vatni vegna trú­ar henn­ar og til­kynntu hana skömmu síðar til klerks­ins í bæn­um og sökuðu hana um guðlast gegn Múhameð spá­manni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert