Ráku starfsfólkið sem svaf á gólfinu

Stéttarfélag áhafnarinnar segir flugliðana hafa eytt nóttinni á gólfi flugvallarins ...
Stéttarfélag áhafnarinnar segir flugliðana hafa eytt nóttinni á gólfi flugvallarins án þess að fá vott eða þurrt. Ljósmynd/SNPVAC

Sex úr áhöfn flugvélar Ryanair-flugfélagsins sem mynd var birt af sofandi á gólfi spænsks flugvallar í síðasta mánuði, hafa nú verið reknir úr starfi.

Ryanair segir myndina, sem fór víða á samfélagsmiðlum, hafa verið sviðsetta. Segir talsmaður Ryanair starfsmennina hafa verið rekna fyrir ósæmilega hegðun í starfi. Portúgalskt verkalýðsfélag, sem er fulltrúi starfsmannanna, hefur gagnrýnt flugfélagið.

Rúmlega 20 manna áhöfn Ryanair voru strandaglópar á flugvellinum á Malaga á Spáni, eftir að flugvél sem lenda átti í Porto í Portúgal var beint þangað vegna óveðurs. 

Í fyrri yfirlýsingu frá Ryanair kom fram að hótel í borginni hafi verið fullbókuð þar sem þetta var almennur frídagur á Spáni, en að engin hafi þó neyðst til að sofa á gólfinu.

Áhöfn­in hafi dvalið skamma stund í áhafn­ar­her­berg­i á flugvellinum, áður en hún var flutt yfir í VIP-setu­stofu og svo flutt til Porto næsta dag. 

Ryanair staðfesti í dag að sexmenningarnir á myndinni hefðu verið reknir og að það hefði gert eftir að fjölmiðlaumfjöllun um myndina skaðaði orðspor fyrirtækisins og „skaðaði varanlega traust í garð“ sexmenninganna.

Portúgalska stétt­ar­fé­lagið SNPVAC hefur áður sagt að áhöfn­in hafi verið látin dvelja í áhafnarher­berg­inu frá því hálft­vö um nótt­ina og til sex um morg­un­inn án lág­marks­hvíld­araðstöðu. Þá hafi áhöfn­in ekki held­ur haft aðgang að mat, drykk eða næg­um fjölda sæta, þar sem ein­göngu átta stól­ar voru í her­berg­inu.

mbl.is
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...