Staðráðinn í að komast aftur til mömmu

Hlíðin er snarbrött eins og sést á myndinni, en húnninn …
Hlíðin er snarbrött eins og sést á myndinni, en húnninn gefst þó aldrei upp. Skjáskot/Facebook

Myndband af bjarnarhúni sem er á leið upp snarbratta hlíð sem er bæði snæviþakin og klakabundin hefur hlotið mikið áhorf og dreifingu á samfélagsmiðlum.

Í myndbandinu sést bjarnarhúnninn renna aftur og aftur niður snarbratta hlíðina eftir að birnan er komin upp á brún.

Aldrei gefst bangsi þó upp á að klifra upp til móður sinnar, jafnvel þó hann renni verulega langa leið niður í síðasta skipti. Hann nær líka toppinum fyrir rest, þar sem birnan bíður þolinmóð eftir afkvæminu.

Hafa notendur samfélagsmiðla margir tjáð sig um tilraunir húnsins til að komast upp, sem og af hverju birnan hafi ekki farið niður á nýjan leik til að hjálpa honum. Mun fleiri eru þó reiðir stjórnanda drónans sem bar myndavélina og segja hræðslu við útbúnaðinn hafa hindrað birnuna í að hjálpa afkvæminu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert