Trump hrósar Nancy Pelosi

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, ætti skilið að verða forseti deildarinnar.

Þetta ritaði Trump á Twitter-síðu sína í dag en reiknað er með að Pelosi verði næsti forseti fulltrúardeildarinnar í kjölfar þess að Demókrataflokkurinn náði meirihluta í deildinni í kosningunum. Pelosi var áður forseti fulltrúadeildarinnar 2007-2011.

„Með fullri sanngirni þá á Nancy Pelosi skilið að verða valin sem forseti fulltrúadeildarinnar af demókrötum. Ef þeir gera henni erfitt fyrir þá gæti verið að við bætum við nokkrum atkvæðum repúblikana. Hún hefur unnið sér inn þennan mikla heiður,“ skrifaði Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert