Fjölmargir særðir eftir skotárás á bar

Atburðurinn átti sér stað á veitingastaðnum Borderline Bar and Grill ...
Atburðurinn átti sér stað á veitingastaðnum Borderline Bar and Grill í borginni Thousand Oaks í Kaliforníu. Kort/Google

Fjöldi manns er sagður hafa slasast í fjöldaskotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks í Kaliforníu, um 60 km norðvestur af Los Angeles. Lögregla er nú á vettvangi, en ekki hefur verið staðfest hvort einhverjir hafi farist í árásinni.

Fjölmiðlar á staðnum hafa birt myndir af fólki sem borið er á brott af vettvangi og segir BBC að svo virðist sem fólkið sé með skotsár.

Dagblaðið Los Angeles Times hefur eftir lögreglumönnum á vettvangi að a.m.k. 30 skotum hafi verið hleypt af og einhverjir hefðu látið lífið.

Atburðurinn átti sér stað á veitingastaðnum Borderline Bar and Grill um hálftólf í gærkvöldi að staðartíma.

Lögregla hefur beðið fólk að halda sig fjarri staðnum, en hún vinnur nú að því að tryggja vettvanginn. Ekki er enn vitað hvort árásarmaðurinn sé í haldi.

„Slökkvilið og neyðarþjónusta eru komin á á stað þar sem tilkynnt var um skotárás," sagði í Twitter-skilaboðum frá slökkviliði Ventura-sýslu. „Tilkynnt um fjölda slasaðra.“

Vitni að árásinni hafa lýst miklum ótta hjá gestum á barnum, sem var með tónlistarkvöld fyrir háskólanema.

Los Angeles Times hefur eftir vitni á vettvangi að einhver hafi komið hlaupandi inn á barinn um hálftólfleytið og byrjað að skjóta úr einhverju sem virtist vera svört skammbyssa.

„Hann skaut mikið, að minnsta kosti 30 sinnum. Ég var enn að heyra byssuskot eftir að allir fóru út," hefur blaðið eftir manninum.

Hafa sumir bandarískir fjölmiðlar sagt að árásarmaðurinn kunni að hafa notað reyksprengjur auk hefðbundinna skotvopna.

mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...