Viðamiklar björgunaraðgerðir í Noregi

Viðamiklar aðgerðir standa nú yfir skammt fyr­ir utan Øyg­ar­den í Hörðalandi í suðurhluta Noregs þar sem björgunarfólk vinnur í kapp við  tímann til að koma í veg fyrir að norska herskipið Helge Ingstad sökkvi eftir árekstur við maltneskt olíuskip sem varð um klukkan fjögur í nótt. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hvernig sjór hefur flætt yfir hluta skipsins. 

Skipstjóri herskipsins missti stjórn á því við áreksturinn og rak það í átt að landi. Við það kom gat á skrokk skipsins og mikill sjór flæddi inn í það. 

Átta hlutu minni háttar meiðsli við áreksturinn en flytja þurfti 137 manna áhöfn herskipsins frá borði sem og 23 manna áhöfn ol­íu­skips­ins. Engar upplýsingar hafa verið veittar um orsök slyssins, en rannsókn stendur yfir.

mbl.is
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...
Eyjasól sumarhús, lausar helgar..
Dagar í hlýjum og góðum sumarh. Rúm fyrir 5-6. Leiksvæði. Stutt að Geysi, Gullfo...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...