Viðamiklar björgunaraðgerðir í Noregi

Viðamiklar aðgerðir standa nú yfir skammt fyr­ir utan Øyg­ar­den í Hörðalandi í suðurhluta Noregs þar sem björgunarfólk vinnur í kapp við  tímann til að koma í veg fyrir að norska herskipið Helge Ingstad sökkvi eftir árekstur við maltneskt olíuskip sem varð um klukkan fjögur í nótt. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hvernig sjór hefur flætt yfir hluta skipsins. 

Skipstjóri herskipsins missti stjórn á því við áreksturinn og rak það í átt að landi. Við það kom gat á skrokk skipsins og mikill sjór flæddi inn í það. 

Átta hlutu minni háttar meiðsli við áreksturinn en flytja þurfti 137 manna áhöfn herskipsins frá borði sem og 23 manna áhöfn ol­íu­skips­ins. Engar upplýsingar hafa verið veittar um orsök slyssins, en rannsókn stendur yfir.

mbl.is
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Mergur málsins
Óska eftir að kaupa bókina Megur málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Útg. Örn og ...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...