ESB vill veiða áfram við Bretland

AFP

Evrópusambandið gerir kröfu um að fiskveiðiflota þess verði veittur víðtækur aðgangur að fiskveiðilögsögu Bretlands eigi að vera hægt að landa samningi á milli breskra stjórnvalda og sambandsins um fyrirhugaða útgöngu þeirra úr því.

Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Þar segir ennfremur að háttsettir embættismenn Evrópusambandsins hafi varað við því að áform um að að Bretland fái að vera tímabundið áfram innan tollabandalags sambandsins séu háð því að ríkisstjórn landsins veiti fullnægjandi tryggingar fyrir því að fiskiskip þess njóti áfram frelsis til þess að stunda veiðar innan bresku lögsögunnar.

Fulltrúar breskra sjómanna hafa brugðist við fréttunum með því að vara Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við því að semja frá sér tækifærið til þess að endurheimta bresk fiskimið. Þingmenn skoskra íhaldsmanna segja að óþolandi væri ef núverandi fyrirkomulag sjávarútvegsmála yrði áfram við líði eftir að Bretar hefðu formlega gengið úr Evrópusambandið en til stendur að það gerist 29. mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert