Lifði af í Vegas en lést í annarri skotárás

Nokkrir sem upplifðu skotárásina í Las Vegas í október í ...
Nokkrir sem upplifðu skotárásina í Las Vegas í október í fyrra voru staddir á veitingastaðnum í Thousand Oaks á miðvikudagskvöld þar sem árásarmaður skaut 12 manns til bana. Einn sem lifði af í Vegas er meðal hinna látnu í Thousand Oaks. AFP

Maður sem lifði af skotárásina í Las Vegas í október fyrra lét lífið í skotárásinni í borginni Thousand Oaks á miðvikudagskvöld.

Eins og í Las Vegas voru kántrý-tón­leik­ar á veit­ingastaðnum þar sem skotárás­in varð á miðvikudagskvöld og voru þó nokkrir sem komust lífs af í Las Vegas viðstaddir tónleikana í gær.

Telemachus Orfanos var einn þeirra en hann er meðal þeirra 12 sem létu lífið í árásinni. „Sonur minn var í Las Vegas ásamt vinum sínum en hann skilaði sér heim. Í gær kom hann ekki heim,“ sagði móðir hans í samtali við ABC-fréttastofuna í gær. Orfanos var 27 ára.

„Það er einstaklega kaldhæðnislegt að hafa lifað af mannskæðustu skotárás Bandaríkjanna í áratugi en vera svo skotinn til bana í heimabænum sínum,“ segir faðir hans í samtali við Ventura County Star. Stephen Paddock skaut 58 til bana og særði 851 í skotárásinni í Las Vegas október í fyrra.

Árásarmaðurinn sem lét til skarar skríða á miðvikudagskvöld hét Ian Dav­id Long. Hann var 28 ára fyrr­ver­andi sjó­liði og þjáðist mögu­lega af áfall­a­streiturösk­un, en hann var fórn­ar­lamb árás­ar á bar í ná­grenn­inu árið 2015. Long fannst lát­inn inni á veit­ingastaðnum og tel­ur lög­regla hann hafa tekið eigið líf.

Frétt BBC

mbl.is
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...