Málið rannsakað sem hryðjuverkaárás

Einn lést í árásinni.
Einn lést í árásinni. AFP

Lögreglan í Melbourne í Ástralíu rannsakar nú hnífaárás, þar sem karlmaður stakk þrjár manneskjur í miðborginni fyrr í dag og varð einni að bana, sem hryðjuverkaárás. Hann kveikti einnig í bifreið sinni.

Árásarmaðurinn er af sómölskum uppruna og hafði verið undir eftirliti leyniþjónustunnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni, en AFP-fréttastofan greinir frá.

Árásin átti sér stað í morgun, en lögregla skaut árásáramanninn og er hann þungt haldinn.

Lögregla sagði í yfirlýsingu að hún vissi deili á manninum og að hann hefði ferðast um með gaskúta í bíl sínum.

AFP
mbl.is
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...
Bækur til sölu..
Til sölu bækur...Vestur íslenskar æviskrár..1-5.bindi..Hraunkotsætt... Lygn str...