Málið rannsakað sem hryðjuverkaárás

Einn lést í árásinni.
Einn lést í árásinni. AFP

Lögreglan í Melbourne í Ástralíu rannsakar nú hnífaárás, þar sem karlmaður stakk þrjár manneskjur í miðborginni fyrr í dag og varð einni að bana, sem hryðjuverkaárás. Hann kveikti einnig í bifreið sinni.

Árásarmaðurinn er af sómölskum uppruna og hafði verið undir eftirliti leyniþjónustunnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni, en AFP-fréttastofan greinir frá.

Árásin átti sér stað í morgun, en lögregla skaut árásáramanninn og er hann þungt haldinn.

Lögregla sagði í yfirlýsingu að hún vissi deili á manninum og að hann hefði ferðast um með gaskúta í bíl sínum.

AFP
mbl.is
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...
Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir, þorrablót, einkas...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...