Sex slasaðir eftir flugslys

126 manns voru um borð í farþegaþotunni.
126 manns voru um borð í farþegaþotunni. AFP

Sex eru slasaðir eftir að farþegaþota nauðlenti skömmu eftir flugtak frá Cheddi Jagan-alþjóðaflugvellinum í Gvæjönu. Þotan, sem var á leið til Toronto í Kanada undir merkjum Fly Jamaica-flugfélagsins, skall í jörðina um klukkan tvö í nótt að staðartíma, eða um klukkan sex í morgun að íslenskum tíma.

Þotan er af gerðinni Boeing 757 og um borð voru 126 manns, þar á meðal tvö ungabörn. Þeir sem slösuðust voru fluttir á sjúkrahús og eru áverkar þeirra ekki taldir lífshættulegir, samkvæmt umfjöllun BBC.

mbl.is
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
VELLÍÐAN OG DEKUR.
Stress er þáttur í daglegu lífi. slökun og meðferð við stressi- áralöng reynsl...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....