Helltu líkamsleifunum í niðurfall

Jamal Khashoggi.
Jamal Khashoggi. AFP

Morðingjar sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi helltu líkamsleifum hans niður í niðurfall eftir að hafa leyst sundurlimað lík hans upp í sýru. Þetta er fullyrt í tyrkneska dagblaðinu Sabah í dag en Khashoggi var myrtur í síðasta mánuði í ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu í borginni Istanbúl í Tyrklandi.

Fram kemur í frétt AFP að tekin hafi verið sýni úr niðurfalli í ræðismannsskrifstofunnar þar sem fundist hefðu leifar af sýru. Rannsakendur hefðu fyrir vikið dregið þá ályktun að morðingjarnir hefðu losað sig við lík Khashoggis með þeim hætti en líkið hefur ekki fundist. 

Ráðgjafi Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, leiddi að því líkum í síðustu viku að lík Khashoggis hefði verið leyst upp með sýru. Tyrkneskir embættismenn hafa staðfest að eiturefnasérfræðingar frá sádiarabíu hafi rannsakað ræðismannsskrifstofuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert