Nýr ráðherra tengdur svikulu fyrirtæki

Jeff Sessions, í forgrunni, sagði af sér embætti dómsmálaráðherra á …
Jeff Sessions, í forgrunni, sagði af sér embætti dómsmálaráðherra á miðvikudag og í kjölfarið tók Matthew Whitaker, til vinstri, við embættinu. AFP

Matthew Whitaker, settur dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var gagnrýndur harðlega á föstudag vegna andstöðu hans við rann­sókn Roberts Mu­ell­er, sér­staks sak­sókn­ara, á tengsl­um Don­alds Trumps við Rússa í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna haustið 2016.

Þá var Whitaker einnig spurður um hlutverk hans sem stjórnarmaður í fyrirtækinu World Patent Marketing Inc., en fyrirtækið var í maí sektað um 25 milljónir dollara vegna ásakana um sviksamlega starfsemi. Samkvæmt Wall Street Journal stendur nú yfir FBI-rannsókn á fyrirtækinu, en FBI heyrir undir dómsmálaráðuneytið og þar með Whitaker sjálfan. 

Skipunin andstæð stjórnarskrá

Þingmenn hafa einnig gagnrýnt skipun Whitakers og sagt að hún hnekkist á við stjórnarskrá landsins, þar sem hann hafi aldrei verið verið samþykktur af æðstu ráðamönnum landsins. Sagði demókratinn Chuck Schumer m.a. í bréfi sem hún sendi Trump bandaríkjaforseta á föstudag að sem „ósamþykktur“ ráðherra hefði ekki farið fram viðeigandi athugun á því hvort hefði til að bera þá manngerð, heiðarleika og getu sem þyrfti til að standa undir þeirri ábyrgð sem fylgdi starfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert