Fjöldi látinna er kominn í 25

AFP

Fjöldi þeirra sem látist hafa í skógareldunum sem geisað hafa undanfarna daga í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum er kominn í 25 samkvæmt upplýsingum frá embættismönnum. 

Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC að 14 lík hafi fundist í bænum Paradise, sem er rústir einar eftir eldana, eða í nágrenni hans til viðbótar við ellefu sem áður höfðu verið fundin. 

Talið er að 250 þúsund manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna þriggja stórra skógarelda sem geisað hafa í ríkinu, en fyrsti eldurinn kviknaði á fimmtudaginn. Illa hefur gengið að ná tökum á eldunum.

Skógareldarnir hafa eyðilagt yfir 6.700 heimili og fyrirtæki.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert