Ævisaga Kim Wall

Ingrid Wall og Joachim Wall, foreldrar Kim Wall.
Ingrid Wall og Joachim Wall, foreldrar Kim Wall. AFP
<div id="premium-top">Foreldrar sænsku blaðakonunnar Kim Wall, sem var myrt á hrottalegan hátt af danska uppfinningamanninum <span>Peter Madsen, hafa skrifað bók um líf og störf dóttur sinnar.</span></div><div></div><div>Í viðtali við TT-fréttastofuna segir Ingrid Wall að með bókinni sé hún að reyna að skrifa sig frá sorginni og skrifin séu hluti af meðferðinni. Bókin, Bogen om Kim Wall: Når ordene slipper op, kom út í Svíþjóð á föstudaginn. </div><div><br/>Í viðtali við Dagens Næringsliv, DR og fleiri fjölmiðla segir móðir blaðakonunnar að þau hafi ákveðið að skrifa bók um dóttur sína fljótlega eftir að lík hennar fannst. Ingrid Wall segir að þau hafi ekki viljað að dóttir þeirra yrði gleymskunni að bráð. Eins væri mikilvægt að sannleikurinn yrði sagður. Að hennar verði minnst á réttan hátt, sem duglegrar og viljasterkrar konu sem hún var. Manneskjunnar og blaðakonunnar Kim Wall - ekki sem fórnarlambs.</div><div></div><div><strong><a href="https://www.dn.se/nyheter/sverige/kim-walls-foraldrar-berattar-om-aret-efter-dotterns-dod/" target="_blank">DN.se</a></strong></div><div></div><div><a href="https://www.dr.dk/nyheder/indland/kim-walls-foraeldre-om-sorgen-man-kommer-langt-med-et-kram" target="_blank"><strong>DR.dk</strong></a></div>
Kim Wall.
Kim Wall. AFP
mbl.is