Stan Lee látinn

Teiknimyndahöfundurinn Stan Lee er látinn, 95 ára að aldri. Hann var einn af mönnunum á bak við ofurhetjur á borð við Spider-Man og The Hulk.

Lee, sem lést í borginni Los Angeles, hafði átt við veikindi að stríða síðustu ár. 

Á löng­um og far­sæl­um ferli sín­um bjó Lee, sem var útgefandi Marvel Comics, til sögu­sviðið í teikni­myndaserí­um á borð við Hulk, Doctor Strange, Fant­astic Four, Járn­mann­inn, Daredevil, Þór og X-Men.

Lee var þekktur fyrir að birtast stuttlega í kvikmyndum frá Marvel í eins konar feluhlutverkum.  



Stan Lee.
Stan Lee. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert