„Ólögmæt“ skipun Whitaker

Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í forgrunni og Matthew Whitaker fyrir …
Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í forgrunni og Matthew Whitaker fyrir aftan. AFP

Dómstóll í ríkinu Maryland segir að skipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Matthew Whitaker í embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hafi verið „ólögmæt“.

Innan við vika er síðan Whitaker var skipaður í embættið í stað Jeff Sessions. 

Maryland hefur beðið alríkisdómara um að koma í veg fyrir að Whitaker starfi fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins í dómsmáli sem hefur verið í gangi um stefnu í heilbrigðismálum. Í rökstuðningi ríkisins kemur fram að bandaríska öldungadeildin hafi ekki samþykkt skipun hans í embættið eins og beri að gera samkvæmt lögum.

Brian Frosh, ríkissaksóknari í Maryland, segir að beiðni ríkisins um að Whitaker starfi ekki sem dómsmálaráherra sé einnig pólitísk. Henni sé beint að manni sem demókratar telji að Trump hafi valið til að vernda forsetaembætti sitt frá rannsókn Roberts Mueller á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert