Fox News styður við bakið á CNN

Donald Trump rífst við Jim Acosta í Hvíta húsinu.
Donald Trump rífst við Jim Acosta í Hvíta húsinu. AFP

Bandaríska fréttastofan Fox News ætlar að taka þátt í málshöfðun CNN gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta og hluta af starfsfólki Hvíta hússins vegna ákvörðunar þeirra um að meina fréttamanni CNN, Jim Acosta, aðgang að Hvíta húsinu.

Fox, sem Trump hefur hingað til hrósað í hástert, sagði að afturköllun aðgangs Acosta að Hvíta húsinu veki upp áhyggjur af frelsi fjölmiðla.

„Fox News styður CNN í málshöfðun sinni þar sem þess er krafist að fréttamaður stöðvarinnar fái aftur að sinna störfum sínum í Hvíta húsinu,“ sagði forseti Fox News, Jay Wallace í yfirlýsingu en stöðvarnar tvær eru samkeppnisaðilar.

Jim Acosta að störfum í Hvíta húsinu.
Jim Acosta að störfum í Hvíta húsinu. AFP

Þar kemur einnig fram að aldrei eigi að nota aðgangspassa að Hvíta húsinu sem vopn til að ná sínu fram.

„Þrátt fyrir að við séum ekki sátt við aukinn fjandsamlegan tón af hálfu bæði forsetans og fjölmiðlamanna á blaðamannafundum undanfarið þá erum við stuðningsmenn frjálsra fjölmiðla og opinna samskipta í þágu Bandaríkjamanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert