Nærföt brotaþola notuð gegn henni

Málið hefur vakið mikla reiði í Írlandi og víðar og ...
Málið hefur vakið mikla reiði í Írlandi og víðar og er sagt benda til kerfisbundinnar þolendaskammar í réttarkerfinu. STR

Fjöldi fólks hefur mótmælt á götum Írlands í dag, en vika er síðan 27 ára gamall maður var sýknaður af nauðgunarákæru gegn 17 ára stúlku. Verjandi mannsins í málinu sagði við kviðdóm að „hafa þyrfti í huga hvernig hún var klædd. Hún var í þveng með blúndu.“

Verjandinn sagði enn fremur að klæðaburður stúlkunnar útilokaði ekki að hún hefði laðast að ákærða og hafi verið „opin fyrir því að hitta einhvern og vera með einhverjum“.

Málið hefur vakið mikla reiði í Írlandi og víðar og er sagt benda til kerfisbundinnar þolendaskammar í réttarkerfinu. Þetta benti írska þingkonan Ruth Coppinger á í þingsal í gær, og til áherslu dró hún bláar blúndunærbuxur fram úr erminni.

„Það gæti litið neyðarlega út að sýna nærbuxur hér […] hvernig haldið þið að fórnarlambi nauðgunar eða konu líði með það þegar nærföt hennar eru sýnd í dómssal,“ spurði hún samþingmenn sína.

Forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, þakkaði þingkonunni fyrir að vekja athygli á málinu í þingsal og lagði áherslu á að sökin sé aldrei brotaþola í nauðgunarmálum og að svona varnarhættir væru forkastanlegir. „Það skiptir ekki máli í hverju þú ert, hvert þú ferð, með hverjum þú ferð, eða hvað þú tókst, hvort sem það voru eiturlyf eða áfengi.“

mbl.is
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...