Þurfa að axla ábyrgð

Michel Barnier.
Michel Barnier. AFP

Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum við bresk stjórnvöld um Brexit, segir að breskir samningamenn ásamt samningamönnum ESB hafi lagt sig alla fram við að ná samkomulagi um samning um útgöngu Breta.

Hann bætir við að núna sé kominn tími til að báðir málsaðilar fylki sér á bak við samninginn.

Spurður hvort samningnum, sem ríkisstjórn Bretlands samþykkti, sé stillt upp þannig að annað hvort verði breska þingið að samþykkja hann, annars verði hann fyrir bí, segir Barnier að boltinn sé hjá þinginu.

„Samningsaðilarnir tveir, samningahóparnir tveir, hafa axlað ábyrgð í málinu. Í dag og í kvöld hefur breska ríkisstjórnin axlað ábyrgð. Núna verða báðir málsaðilar að axla ábyrgð,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert