Farið fram á dauðarefsingu yfir fimm mönnum

AFP

Saksóknari í Sádi-Arabíu hefur farið fram á dauðarefsingu yfir fimm sádiarabískum embættismönnum sem sakaðir eru um að hafa myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. Þeir eru sakaðir um að hafa byrlað honum eitur og aflimað. Prinsinn í Sádi-Arabíu er ekki talinn tengjast morðinu að mati saksóknara. 

Khashoggi var myrtur eftir að hafa komið á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbul í síðasta mánuði. Hingað til hafa yfirvöld í Sádi-Arabíu ekki greint frá því hvernig hann var myrtur.

Nú hefur verið upplýst um hvernig hafi verið staðið að morðinu og eins að líkamsleifar blaðamannsins hafi verið afhentar starfsmanni leyniþjónustunnar fyrir utan ræðismannsskrifstofuna.

Þá fer saksóknari fram á að rannsóknin á morðinu á Khashoggi verði unnin í samráði við tyrknesk yfirvöld. Tyrkir hafa farið fram á að alþjóðleg rannsókn á morðinu fari fram. 

Alls hefur 21 verið handtekinn tengslum við rannsókn málsins og hafa 11 verið ákærðir fyrir aðild að morðinu á Khashoggi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert