Hjó hendurnar af eiginkonunni

Moskva. Aðgerðasinnar þar mótmæla löggjöf um heimilisofbeldi.
Moskva. Aðgerðasinnar þar mótmæla löggjöf um heimilisofbeldi. AFP

„Hann keyrði með mig á afvikinn stað úti í skógi. Hann sagði mér að setja hendurnar á viðardrumb.  Ég grét, æpti, og grátbað hann um miskunn. Hann skipaði mér að líta burt og tók til við að höggva af mér hendurnar,“ segir hin rússneska Margarita Gracheva í harmþrungnu viðtali við BBC.

Eiginmaður hennar skar af henni báðar hendurnar í desember árið 2017. Hún komst á spítala í tæka tíð og hendurnar hennar voru saumaðar aftur á hana. Sem undanfari að árásinni hafði Gracheva þurft að sæta stöðugum yfirheyrslum eiginmanns síns, um það hvort hún væri nokkuð að halda framhjá honum.

Hennar mál er nú dregið fram í dagsljósið af BBC til þess að rökstyðja áhyggjur aðgerðasinna af nýrri löggjöf um heimilisofbeldi þar eystra.

Fyrstu brot heimilisofbeldismanna þar sem fórnarlambið þarf ekki læknisþjónustu eru nú ekki lengur álitin glæpsamleg. Dregið hefur verið úr refsingum með lagabreytingum sem voru gerðar í febrúar 2017.

Fyrrverandi eiginmaður Margaritu Gracheva hefur þó að vísu verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert