„Loksins komin til Tijuana“

Hælisleitendur horfa yfir til Bandaríkjanna í gegnum landamæragirðinguna við Tijuana.
Hælisleitendur horfa yfir til Bandaríkjanna í gegnum landamæragirðinguna við Tijuana. AFP

Stór hópur þeirra hælisleitenda sem nú eru á leið í gegnum Mexíkó að landamærum Bandaríkjanna kom til landamæraborgarinnar Tijuana í dag. Um 1.500 manns úr hópi rúmlega 5.000 hælisleitenda eru nú komnir að landamærunum og segir AFP-fréttaveitan um 800 hælisleitendur hafa komið til borgarinnar um borð í 22 rútum, eftir rúmlega mánaðargöngu. 

„Við erum loksins komin til Tijuana. Ég get ekki beðið eftir að sjá landamærin. Þetta hefur verið endalaust ferðalag, en Guð kom okkur hingað,“ sagði Carmen Soto sem kom frá Hondúras með tveimur ungum börnum sínum.

Um 1.500 hælisleitendur eru nú komnir til Tijuana í Mexíkó …
Um 1.500 hælisleitendur eru nú komnir til Tijuana í Mexíkó og vonast til að komast yfir til Bandaríkjanna. AFP

Bandaríkjamegin landamæranna bíða um 6.000 hermenn, sem hafa undanfarið unnið að því að reisa hindranir og gaddavírsgirðingar til að halda hópinum úti, en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst þeirri fyrirætlan hópsins að komast til Bandaríkjanna sem „árás“.

Fólkið, sem kem­ur frá Hond­úras, Gvatemala og El Sal­vador, seg­ist vera að flýja of­sókn­ir, fá­tækt og of­beldi í heimalandi sínu og hefur verið harðákveðið í að halda ferðalagi sínu áfram.

Sam­kvæmt banda­rísk­um lög­um ber yf­ir­völd­um að taka til efn­is­legr­ar meðferðir hæl­isósk þeirra sem komn­ir eru yfir til Banda­ríkj­anna, ef þeir segj­ast ótt­ast of­beldi í heimalandi sínu.

Í síðustu viku und­ir­ritaði Trump hins veg­ar for­seta­til­skip­un sem bann­ar þeim hæl­is­leit­end­um sem koma ólög­lega til lands­ins tíma­bundið að óska eft­ir hæli. Þeir geta eftir sem áður sótt um hæli fari þeir inn í landið á tilteknum landamærastöðvum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert