Bandaríkjamanni vísað frá Norður-Kóreu

Bandarískur maður var handtekinn, í grennd við hlutlausa svæðið sem …
Bandarískur maður var handtekinn, í grennd við hlutlausa svæðið sem skilur Kóreuríkin að, í fyrra. AFP

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa vísað Bandaríkjamanni úr landinu sem var handtekinn við komuna þangað í síðasta mánuði. Samkvæmt ríkisfréttastofunni KCNA kom hann ólöglega til Norður-Kóreu frá Kína.

Samkvæmt frétt KCNA sagðist maðurinn, Bruce Byron Lowrance, vera undir stjórn bandarísku leyniþjónustunnar CIA.

Manni með sama nafni var vísað frá Suður-Kóreu á síðasta ári, eftir að hann fannst rétt við landamæri Norður-Kóreu. Ekki hefur fengist staðfest hvort um sama mann sé að ræða. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um málið.

Þegar manninum var vísað frá Suður-Kóreu í fyrra var greint frá því í bandarískum fjölmiðlum að hann vildi gera sitt til að minnka spennuna á milli Kóreuríkjanna.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert