11 klukkustunda bið eftir Mikka

Talsmaður Disneyland í Tókýó sagði atvikið afar sjaldgæft.
Talsmaður Disneyland í Tókýó sagði atvikið afar sjaldgæft. AFP

Aðdáendum Mikka Músar í Japan var brugðið þegar þeir mættu í Disneyland í Tókýó í gær, á 90 ára afmælisdegi teiknimyndapersónunnar frægu, en á skilti sem segir til um áætlaðan biðtíma fyrir afþreyingu í garðinum stóð að bið eftir að hitta Mikka væri 660 mínútur, eða ellefu klukkustundir. CNN greinir frá.

Níutíu ár voru í gær síðan Disney-myndin Steamboat Willie var frumsýnd, en þar kom Mikki Mús fyrst fram á sjónarsviðið.

Í Disneyland í Japan gefst gestum kostur á að skoða hús Mikka, hitta hann og taka með honum myndir. Talsmaður Disneyland í Tókýó sagði atvikið afar sjaldgæft, en klukkan níu í gærmorgun var áætlaður biðtími orðinn ellefu klukkustundir. Klukkan sex síðdegis var biðtíminn þó enn aðeins 180 mínútur, eða þrjár klukkustundir, en nokkrir gestir deildu því á Twitter að þeir hefðu beðið átta og hálfa klukkustund eftir að fá að hitta Mikka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert