Ghosn verður áfram forstjóri

Carlos Ghosn.
Carlos Ghosn. AFP

Franski bílaframleiðandinn Renault hefur skipað framkvæmdastjóra sinn sem aðstoðarforstjóra og á hann að sjá um daglega stjórnun á fyrirtækinu eftir að Carlos Ghosn var handtekinn. Ghosn verður áfram forstjóri Renault.

Eftir neyðarfund ákvað stjórn fyrirtækisins að Thierry Bollore yrði aðstoðarforstjóri á meðan Ghosn er „tímabundið í haldi“ eftir að hann var handtekinn í Japan á mánudaginn vegna ákæru um fjármálamisferli.

Jap­anski bíla­fram­leiðand­inn Nis­s­an hef­ur lagt til að Ghosn, sem einnig er stjórn­ar­for­maður fyr­ir­tæk­is­ins, verði vikið úr stöðu sinni vegna gruns um fjár­mála­legt mis­ferli. Ghosn er sömuleiðis stjórn­ar­formaður Mitsu­bis­hi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert