Höfuðpaurinn látinn svara til saka

Mevlut Cavusoglu (til vinstri) ásamt Mike Pompeo.
Mevlut Cavusoglu (til vinstri) ásamt Mike Pompeo. AFP

Utanríkisráðherra Tyrklands vill að sá sem fyrirskipaði morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi verði látinn svara til saka. Krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, hefur verið bendlaður við ódæðið.

„Sá sem gaf fyrirskipunina ætti að vera látinn svara til saka. Sá sem framdi þennan glæp ætti að vera færður fyrir dómara,“ sagði Mevlut Cavusoglu eftir fund sinn með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington.

Hann sagði að markmið stjórnvalda í Tyrklandi væri að finna út hver væri á bak við morðið. Fyrr í dag sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að mögulega myndi aldrei koma í ljós hver stóð á bak við verknaðinn. Hét hann því jafnframt að láta málið ekki trufla samskipti Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu.

Þingmaðurinn Bob Corker.
Þingmaðurinn Bob Corker. AFP

Bob Corker, þingmaður repúblikana í öldungadeildinni, gagnrýndi Trump harðlega fyrir stuðningsyfirlýsingu sína við Sádi-Arabíu og sagði Hvíta húsið í raun vera að sinna almannatengslum fyrir krónprinsinn.

„Aldrei hefði ég haldið að ég myndi sjá Hvíta húsið vinna sem fyrirtæki í almannatengslum fyrir krónprins Sádi-Arabíu,“ tísti Corker.

Tveir aðrir þingmenn úr flokki Trump gagnrýndu forsetann einnig. „„Frábærir samherjar“ skipuleggja ekki morð á blaðamönnum, herra forseti,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Jeff Flake á Twitter.

„Ég er nokkuð viss um að þessi yfirlýsing snúist um Sádi-Arabíu fyrst, ekki Bandaríkin fyrst,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul og átti þar við slagorð Trump.


Khashoggi, sem bjó í Bandaríkjunum, var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu 2. október í Istanbúl. Hann hafði verið gagnrýninn á Mohammed krónprins í skrifum sínum.

Greining BBC á yfirlýsingu Trump dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert